Undanúrslitin hefjast í dag, Grindavík byrjar á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Undanúrslit Iceland Express deildar karla hefjast í kvöld þegar KR og Þór Þorlákshöfn ríða á vaðið.  Við hefjum leik á morgun og er andstæðingur okkar Stjarnan en við eigum harma að hefna síðan í fyrra þegar Stjarnan sló okkur út í 8-liða úrslitunum!

Við fórum auðveldlega í gegnum fyrstu umferð eins og flestir áttu von á og unnum Njarðvík 2-0.  Njarðvík náði reyndar að búa til leik úr seinni leiknum en sigur okkar var samt varla í hættu.  KR vann sömuleiðis sína rimmu 2-0 og kom það mér á óvart, ég átti von á meiru frá Bárði vini mínum og lærisveinum hans frá Sauðárkróki.  Hinar rimmurnar 2 fóru í oddaleik og var í báðum tilfellum um magnaða leiki að ræða!   Þór vann Snæfell í mjög sveilukenndum leik og Stjarnan vann Keflavík eftir framlenginu og því verður Stjarnan keppinautur okkar í undanúrslitunum.

Ég skrifa betur um þá rimmu í kvöld eða á morgun.  

Einar Hannes og Óli Björn liggja víst undir feld og ætla að koma á óvart varðandi umgjörðina á leiknum og verður fróðlegt og spennandi að sjá hvað kemur út úr því!

Meira í kvöld eða morgun,

áfram Grindavík!