Sigur í tvíframlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lærisveinar Helga Jónasar lögðu lærisveina Péturs í æsispennandi leik í Hafnarfirði í gær.

Grindavík komst yfir 6-0 en Haukar svöruðu með þremur þriggja stiga.  Heimamenn tóku aftur forystuna og héldu henni langt fram að hálfleik.  Okkar menn komu þó til baka undir lok annars leikhluta og Jóhann kom Grindavík yfir 42-40 rétt áður en annar leikhluti var búinn.

Undir lok leiks fengu heimamenn upplagt tækifæri til að klára leikinn en Alik Joseph-Pauline klúðraði báðum vítum og var því framlengt.  Í annari framlengingu steig Páll Axel upp og skoraði síðustu 5 stigin og tryggði Grindavík sigurinn.

Í heildina má Grindavík vera ánægt með sigurinn því Haukar voru síst verri aðilinn í leiknum.

Stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt á leikmennina. Watson var stigahæstur með 25 stig og 6 stoðsendingar. Ryan Pettinella og Nathan Bullock með 15 og 16 fráköst

Viðtal við Helga Jónas Guðfinnsson á mbl.is
Viðtal við Pétur Guðmundsson á karfan.is

Umfjöllun og leiklýsing á mbl.is

Tölfræði leiksins á kki.is

Myndin hér að ofan tók Tomasz Kolodziejski fyrir karfan.is, fleiri myndir af leiknum er að finna á karfan.is