Grindavík hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express þegar þeir lögðu Val í gærkveldi 119-81
Leikurinn var merkilegur fyrir þær sakir að allir leikmenn á skýrslu fengu meira en 8 mínútur af leiktíma og komust allir 12 á blað.
Ekki nóg með það þá tóku allir 12 leikmenn frákast í leiknum og allir nema einn með stoðsendingu.
Af leiknum sjálfum var það að frétta að Grindavík komst yfir á 15. sekúndu þegar Páll Axel skoraði úr lay-up og var sigurinn aldrei í hættu.
Grindavík er því enn á toppi deildarinnar með 30 stig og næsti leikur er í Hafnarfirði þann 23. febrúar.