Smá aukapistill eftir leik gærkvöldsins, eins viturlegur og hann getur orðið m.v. að ég var ekki viðstaddur en sem fyrr takið þið vonandi viljann fyrir verkið 🙂
Ekki þarf að orðlengja mikið um þennan leik. J´nathan Bullock átti hann nánast allan frá a – ö! Aldeilis ótrúlegar tölur hjá honum, 51 stig og 14 fráköst…… Hann bar liðið greinilega algerlega á herðum sér á löngum köflum en fékk hjálp í lokin þegar Paxel og Watson stigu upp. Frábært að vita til þess að Paxel sé mættur með byssuna sína að vopni og væntanlega mun þetta slökkva í svæðisvörn andstæðinga okkar…. Watson sýni stáltaugar í lokin þegar hann setti sigurskotið niður en ÍR var víst yfir 39 af 40 mínútum í leiknum og eru væntanlega nett súrir í dag….
Ryan Pettinella lék ekki í leiknum en hann glímir við smávægileg meiðsli og verður væntanlega með í næsta leik.
Þessi sigur í gær var ansi tæpur og við megum ekki halda að við komumst endalaust upp með að mæta ekki til leiks eins og í byrjun í gær og sömuleiðis getum við ekki treyst á 50 stig frá Bullock í hverjum leik. Ég vil fara sjá vörnina okkar verða MAGNAÐA en það á hún að geta orðið með tilkomu Pettinella en hann var ekki með í gær eins og áður sagði. En tilhugsunin um hann, Sigga og Bullock inn í og Watson og einhvern annan í minni kantinum að pressa stíft á boltann og reyna stela á fullu, hlýtur að hræða andstæðinga okkar! En hvað veit ég svo sem um varnarleik???
Næsti leikur er eftir viku á Sauðárkróki á móti Bárði Eyþórs og lærisveinum hans í Tindastóli. Þeim hefur fatast flugið í síðustu leikjum en þekkjandi Bárð þá veit ég að hann ætlar að launa okkur lambið gráa!!!
Áfram Grindavík!