ÍR 89 – Grindavík 90

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði ÍR í 14. umferð Iceland Express deildarinnar í gær.

Heimamenn í ÍR voru yfir nær allan leikinn en það eru stigin í lok leiks sem gilda.  Grindavík er þar með búið að vinna 13 af 14 leikjum í deildinni og eru með gott forskot í efsta sæti.

J’Nathan Bullock átti sannkallaðan stórleik þar sem hann skoraði 51 stig og tók 14 fráköst.  Páll Axel kom næstur með 20 stig og heldur áfram að gera gott mót, er með 13.2 stig að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann hefur spilað í deildinni.

Tölfræði leiksins má sjá á vef KKÍ 

Umfjöllun karfan.is um leikin

Umfjöllun á visir.is

Viðtal við Watson eftir leikinn

Mynd hér að ofan er úr myndasafni frá leiknum á karfan.isLjósmyndir/Jón Björn Ólafsson – nonni@karfan.is