Æfingagjöld UMFG 2012

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Æfingagjöld UMFG 2012

 

Ákveðið hefur verið að æfingagjald verði kr 20.000.- á barn fyrir árið 2012 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill.

Innheimtuseðlar verða gjaldfærðir í heimabanka foreldra og verður æfingagjaldinu skipt upp í tvo hluta janúar-júní og júlí-desember 2012.

Ef æfingagjöld fyrir 2011 hafa ekki verið greidd þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu UMFG.

Deildir félagsins reiða sig á þessar greiðslur til að geta sinnt sínu starfi vel og er það ósk okkar að fólk sem á eftir að greiða æfingagjöld geri skil sem fyrst.

Ungmennafélag Grindavíkur býður uppá:
•    Fimleika
•    Judo
•    Knattspyrnu
•    Körfuknattleik
•    Sund
•    Taekwondo
Ekki verða veittir neinir afslættir af æfingagjöldum þar sem þau eru mikið niðurgreidd.
Starfsmaður UMFG tekur við greiðslum á æfingagjöldum í húsi UMFG ( bláa útistofa við Grunnskólann) mánudaga og fimmtudaga milli kl:14-18, einnig er hægt að leggja inn á reikning UMFG 0143-26-924 kt:420284-0129  Hægt  er að hafa samband við starfsmann UMFG í síma 426-7775 á sömu tímum og opið er, einnig er hægt að semja um greiðslur og gera samning við stafsmann um greiðsludreifingu.