Grindavík er komið með 6 stiga forystu á toppi Iceland Express deildar karla eftir sigur á Fjölni.
Leikurinn var liður í 13. umferð deildarinnar og er Grindavík þar með búið að vinna 12 af leikjunum í deildinni. Stjarnan og Keflavík eru í öðru til þriðja sæti með 9 sigra og 4 töp.
Grindavík komst yfir í byrjun leiks og jók forskotið smátt og smátt allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu.
J’Nathan Bullock var stigahæstur með 26 stig og 17 fráköst, frábær leikur hjá honum. Páll Axel er allur að koma til eftir meiðsli og skoraði 17 stig. Annars fengu allir 12 leikmenn liðsins að spila og nær allir fengu góðan tíma á vellinum.
Næsti leikur liðsins er gegn ÍR í Seljaskóla 2.febrúar næstkomandi.