Verðlaunaafhendingin fyrir bestu frammistöðuna í fyrri umferð í Iceland Express deild karla fór fram í dag.
Heiðraðir voru þeir sem þóttu hafa skarað fram úr í fyrstu 11 leikjunum í Iceland Express-deildinni.
Þess ber helst að geta að Helgi Jónas Guðfinnsson var valinn besti þjálfarinn enda Grindavík á toppi deildarinnar. En Grindavík á engan leikmann í liði fyrri umferðarinnar sem vekur nokkra furðu.
Leikmennirnir eru:
Darrin Govens · Þór Þorlákshöfn
Magnús Þór Gunnarsson · Keflavík
Árni Ragnarsson · Fjölnir
Marvin Valdimarsson · Stjarnan
Finnur Atli Magnússon · KR
Dugnaðarforkurinn: Nathan Walkup · Fjölnir
Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson