Ryan Pettinella er nýjasti leikmaður Grindavíkur.
Ryan spilaði með liðinu í fyrra við góðan orðstír þar sem hann skoraði 14.6 stig að meðaltali í leik og tók 11.3 fráköst.
Auk þess að spila með liðinu var hann liðtækur í að aðstoða við þjálfun yngri flokka þar sem hann var mjög vinsæll meðal yngstu iðkenndanna.
Það var nokkuð óvænt að nafn Ryans bættist við leikmannalistann því fyrir var Grindavík með fullskipað lið. Fjársterkur aðili ákvað hinsvegar að styrkja liðið með þessum hætti og þarf körfuknattleiksdeildin ekki að greiða fyrir leikmanninn.
mynd visir.is