Iceland Express deildin fór aftur af stað í gærkvöldi þegar heil umferð fór fram og má segja að allir leikir hafi farið eftir bókinni en tæpt stóð það hjá Stjörnumönnum sem rétt mörðu Fjölni á útivelli.
Við kláruðum skyldusigur gegn grönnum okkar úr Njarðvík en fallegt var það víst ekki…..
Ég ætla ekki að hafa neitt mörg orð um leikinn og bendi á fína umfjöllun af leiknum inni á þeim frábæra vef, www.karfan.is
Helgi Jónas sagði mér eftir leik að hann hafi verið illa leikinn af okkar hálfu og værukærð verið ríkjandi á löngum köflum í leiknum. Það mátti kannski búast við því svona strax eftir jólafrí og sem betur fer þá kláruðum við leikinn en ljóst má þykja að liðið hefur engin efni á værukærð í næstu leikjum sem allir eru STÓRIR!
Á mánudag mætum við gjörbreyttu liði KR á útivelli í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en það er stóra bikarkeppnin. KR rak báða Kanana sína fyrir jól og eru mættir með 2 nýja og Serba í ofanálag. Vissulega eru þeir frekar óskrifað blað og það getur bæði unnið með þeim og á móti. Alla vega er deginum ljósara að við verðum að mæta tilbúnari til leiks en við gerðum í kvöld.
Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af öðru en Helgi nái að vekja sína menn aftur til lífsins og við mætum dýrvitlausir til leiks og við þurfum ykkar stuðning kæru Grindvíkingar!
Áfram Grindavík!