Nóg var um að vera hjá karlaliðum Grindavíkur í körfubolta um helgina.
Á föstudeginum tóku Grindavík á móti Haukum í Iceland Express deildinni. Í fyrsta leikhluta var jafn á liðunum en þegar annar leikhluti var hálfnaður tóku okkar menn öll völd á leiknum og tryggðu sér öruggan 98-74 sigur. Grindavík er því eitt á toppi deildarinnar með sigur í fyrstu 6 leikjunum. Stjarnan kemur næst á eftir með 10 stig.
Stigahæstur hjá Grindavík var Watson með 27 stig, Bullock og Ólafur með 15 og Þorleifur með 14 stig.
Á laugardeginum tóku ÍG á móti Breiðablik. ÍG var án tveggja lykilmanna, Haralduru Jón Jóhannsson og Helgi Már Helgason voru báðir fjarri gamni. Eldri leikmennirnir skiluðu svo sannarlega sínu því Helgi Jónas Guðfinnsson var með 35 stig, Guðmundur Bragason með 15 stig og 12 fráköst og endaði leikurinn 95-90 fyrir ÍG.
Nánari umfjöllun um leikinn er hægt að nálgast á karfan.is
Körfuboltahelgin endaði svo með leik í Lengjubikarnum þar sem KFÍ kom í heimsókn. Gestirnir stóðu í Grindvíkingu framan af en góður þriðji leikhluti gerði útslagið og endaði leikurinn 103-87.
Páll Axel átti stórfínan leik með 16 stig en var jafnframt hæstur í bæði stoðsendingum(10) og fráköstum(7). Watson og Sigurður Gunnar voru stigahæstir, báðir með 19 stig svo átti Björn Steinar fína innkomu með 4 þriggja stiga körfur.
Tölfræði leiksins.
Sjá myndir frá leiknum gegn KFÍ teknar af Þorsteini Gunnari hjá SaltyTours.