Strákarnir í minnibolta drengja stóðu sig vel um helgina í fyrsta fjölliðamóti vetrarins sem fór fram um helgina í Grindavík.
Þeir unnu 2 og töpuðu 2. Fyrsti leikurinn tapaðist og virtust drengirnir vera stressaðir í byrjun móts. Leikurinn var á móti Hrunamönnum og endaði hann 14-33 eftir góðan endasprett hjá Hrunamönnum. Hrunamenn enduðu á því að vinna alla sýna leiki.
Í öðrum leiknum voru strákarnir miklu ákveðnari og unnu vel saman. Þeir náðu sér vel á strik bæði í vörn og sókn eftir að hafa hikstað smá í fyrsta leik. Leikurinn var á móti Breiðablik og endaði hann 45-39. Fyrstu leikirnir voru á lau. og seinni leikirnir á sun.
Sunnudagurinn var alveg eins og laugardagurinn, fyrsti leikurinn tapaðist og annar leikurinn vannst. Fyrsti leikurinn var á móti Haukum og fór hann 32-58 fyrir Haukum. Unnu drengirnir svo góðan sigur í síðasta leiknum á móti Fjölni, 49-31. Drengirnir enduðu í 3ja sæti og verða því ennþá í b-riðli í næsta móti sem er 19.-20.nóv.
Allir strákarnir stóði sig vel og eru ákveðnir í að mæta sterkari í næsta mót og gera ennþá betur. Gaman var að sjá hversu margir foreldrar komu til að hvertja liðið.