Grindavík er komið í 1-0 forystu í rimmu sinni á móti Stjörnunni eftir sigur á föstudag á heimavelli.
Af því sem ég hef heyrt af þessum leik þá var verulega góður bragur á okkur. Frábært að sjá stigaskorið skiptast svona á milli manna. Mladen sá um sýninguna í 1. leikhluta með 15 stig, Ryan í 2. með 13 stig, Paxel tók við keflinu í seinni hálflleik og Óli og Nick sáu um að stýra skútunni í heimahöfn í lokin. Stjörnumenn hljóta að hugsa með sér hvernig þeir eigi að stoppa þessa hersveit….
En gleymum okkur ekki, staðan er bara 1-0 og það þarf 2 sigra til að komast áfram. Stjörnumenn mæta pottþétt mjög grimmir til leiks á sínum heimavelli á morgun en pressan er öll búin að færast yfir á þá núna. Ég vil sjá mína menn mæta með blóðbragð í munni og klára þetta einvígi strax!
Grindvískir aðdáendur fjölmenna vonandi á þennan leik og hjálpa til við að færast einu skrefi nær lokatakmarkinu.
Áfram Grindavík!!