8. flokkur drengja Grindavíkur varð um helgina Íslandsmeistari í körfubolta
eftir að hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppninni í Röstinni í Grindavík. Þetta er annað árið í röð sem þessir drengir hampa titlinum undir stjórn hjónanna Guðmundar Bragasonar og Stefaníu S. Jónsdóttur.
Grindavíkurstrákarnir léku gríðarlega vel í mótinu og unnu alla fjóra leiki sína sannfærandi. Þeir skelltu KR 66-55 í úrslitaleiknum þar sem Hilmir Kristjánsson fór hamförum og skoraði 34 stig. Aðalsteinn Pétursson skoraði 12 stig, Kristófer Rúnar Ólafsson 10, Kristófer Breki Gylfason 4 og Ingvi Þór Guðmundsson og Aron Friðriksson 3 stig hvor.
Áður unnu þeir Fjölni 58-47, Njarðvík 59-47 og Hauka 64-39. Glæsileg frammistaða hjá piltunum og ljóst að framtíðin er björt í körfuboltanum í Grindavík.
Myndin var tekin af strákunum og þjálfurunum þegar þeir hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í dag.
Mynd og frétt tekin af Grindavik.is