Þá er frábæri helgi lokið þar sem stelpurnar unnu tvo leiki og töpuðu tveim
Það voru 14 stelpur sem lögðu af stað á föstudaginn þar sem við stoppuðum á Litlu-Kaffistofunni og fengum okkur súpu og pönnuköku J Þá var haldið í bústað í eigum ömmu og afa Gígju. Stúlkurnar komu sér fyrir um leið og við mætum á svæðið og síðan var sprellað aðeins áður en haldið var í háttinn enda ræs klukkan 7 morgunin eftir.
Stelpurnar vöknuðu snemma á laugardeginum til að gera sig til fyrir leikinna tvo um morguninn. Þær töpuðu fyrsta leik 36-17 gegn Flúðum, þar sem þær einfaldlega mættu ekki nægjanlega sterkar til leiks og áttu í erfiðleikum með hávaxið lið heimastúlkna. Síðari leikurinn var gegn Ármanni og áttum þær harma að hefna frá því fyrr í vetur. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og unnu góðan sigur 24-21.
Eftir leikina á laugardeginum var haldið í sumarbústaðinn. Stelpurnar fóru í pottinn (sumar tvisvar), trampólínið var notað óspart og Gígja bakaði skúffuköku ofan í allt liðið. Steini (pabbi Angelu) kom með tvö læri og úr varð 5 stjörnu máltíð sem stelpurnar nutu í botn. Sannkallað Evróvisíon-teiti var síðan haldið um kvöldið þar sem stelpurnar fóru hamförum. Stelpurnar voru með leikrit og sungu mikið. Líf og fjör.
Fyrri leikurinn á sunnudeginum var gegn KR og var í raun úrslitaleikurinn um sæti í A-riðli. Stelpurnar höfðu undirtökinn mestan hluta leiksins en höfðu að lokum sigur með einu stigi 34-33 þar sem KR voru óheppnar að stela ekki leiknum í síðustu sókn leiksins. Síðasti leikur helgarinar var síðan gegn Keflavík og tapaðist hann mjög stórt 77-9.
Tveir sigrar og tvö töp uppskera helgarinnar og 3 sæti riðilsins staðreynd sem er í raun frábær árangur hjá þeim. Stelpurnar munu á næstu vikum æfa vel fyrir síðasta mótið og stefnan sett á að bæta sig á ýmsum sviðum körfuboltans til þess að eiga möguleika á þvi að taka verðlaun í þessum flokki. Stelpurnar voru að spila í fyrsta sinn í A-riðli og verður að hrósa þeim fyrir það að vinna tvo leiki. Þær stóðu sig vel og voru Grindavík til sóma innan sem utan vallar.
Okkur langar að þakka þeim foreldrum sem lögðu hönd á plóginn þessa helgi, án þeirra hefði þetta ekki verið hægt.
Kveðja Atli og Gígja.