Stelpur töpuðu í gær á móti Keflavík í 8 liða úrslitum í bikarnum 78-61
Lokastaðan gefur enga ranverulega mynd af leiknum, enda spiluðu Grindarvíkurstúlkur þrusu vel í 35-36 mín en þá fór Boyd meidd útaf og hið unga lið Grindavíkur brotnaði.
Stelpurnar sýndu sinn besta leik í vetur að mínu mati, voru að spila fanta góða vörn, aðeins vantaði upp á sóknina, stelpurnar voru oft að taka erfið skot þegar lítið var eftir af klukkunni.
Bestar í gær voru Reke, Helga og Yrsa, gaman var að sjá hina 16 ára Yrsu gera bakverði keflvíkinga hrædda við að dripla boltanum sókn eftir sókn
staðan eftir fyrsta leikhluta 19-16
staðan í hálfleik 31-33
staðan eftir þrjá leikhluta 48-48
lokastaða 78-61
Atkvæðamestar voru Reke 18 stig,5 stoð,5 fráköst Boyd 17 stig, 6 fráköst,Helga 11 stig,11 fráköst, Berglind 6 stig, 9 fráköst, Yrsa 4 stig, 7 fráköst
Áfram Grindavík
Mynd Sigurður Þór Magnússon fyrir karfan.is