Frábær sigur í kvöld!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvíkingar unnu frábærann sigur á Njarðvíkingum í kvöld 86-78 í miklum spennuleik.

Strákarnir okkar byrjuðu sterkt í leiknum og virtust ætla að taka öll völd í leiknum í kvöld, staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-19.

 

Annar leikhluti var skrýtin´eiginlega mjög skrítin, Njarðvíkingar byrja betur en Grindvíkingar virtust ætla að snúa taflinu sér í hag með 9-0 runni, neinei vakna þá ekki Njarðvíkingar og skora hvorki meira en 17 stig gegn engu og áhyggjurnar orðnar miklar Grindavíkurmegin, fyrri hálfleikurinn endar þó á að Gulli settur þrjú vítaskot niður og kemur okkur yfir 43-42.

Um seinni hálfleikinn er aðeins hægt að segja eitt, barátta! bæði lið ætluðu sér sigur, þegar 2.43 min voru eftir á leiknum virtust njarðvíkingar vera að innbyrða sigur enda fimm stigum yfir, Grindvíkingar virðast þá vakna skella í lás í vörninni og enda leikinn á 13-0 runni, Gulli skoraði góðan þrist þegar um 30 sek voru eftir og Óli troðslukóngur Ólafsson kláraði leikinn með massívri troðslu og takið þið eftir fékk vítaskot að auki!

Atkvæðamestir í kvöld voru Páll Axel 21 stig, Lalli 17 stig,10 fráköst 7 stoðsendingar, Gulli 14 stig, Ómar 12 stig 6 fráköst, Manni vill 9 stig og Ryan 6 stig og 11 fráköst.

Næsti leikur liðsins er á mánudag en þá koma Laugdælir í heimsókn í 8-liða bikar bikarsins, yfir 350 manns mættu í húsið í kvöld sem er ágætis mæting. 

Áfram Grindavík!

mynd hér að ofan: Sigurður Þór Magnússon fyrir karfan.is, fleiri myndir frá leiknum