Grindavík er bikarmeistari í körfubolta karla 2014 og í fimmta sinn eftir 12 stiga sigur á sprækum ÍR-ingum, 89-77. Eftir þrjú töp í röð í Laugardalshöllinni var ljóst að Grindavík færi aldrei að tapa þessum leik og frábær liðsheild skóp þennan sigur. Því má ekki gleyma að Grindavík fór mjög erfiða leik í úrslitaleikin og sló út m.a. Keflavík, Njarðvík og Þór.
Mikið var skorað í fyrsta leikhlutanum og Grindavík tók strax frumkvæðið. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 28-21. Vel var mætt í Laugardalshöllina og bæði lið vel studd af áhorfendum. ÍR-ingar söxuðu á forskotið í öðrum leikhluta og Grindavík hafði fimm stiga forskot í hálfleik, 45-40.
Hart var barist í þriðja leikhluta sem Grindavík vann með einu stigi. En í fjórða og síðasta leikhlutanum fór reynslan að segja til sín og Grindavík keyrði yfir ÍR-inga en reyndar var það óreyndasti leikmaðurinn, Jón Axel Guðmundsson, sem kláraði leikinn fyrir þá gulklæddi með tveimur þristum úr horninu. Grindavík skoraði 26 stig í síðasta leikhlutanum gegn 20 stigum ÍR-inga. Allt ætlaði um kolla að keyra í leikslok þegar leiktíminn rann út og Grindavík bikarmeistari. Eftir öll vonbrigðin undanfarin ár í bikarúrslitaleikjunum var sá stóri loksins í höfn.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson var valinn maður leiksins en allt liðið lék vel.
Grindavík-ÍR 89-77 (28-21, 17-19, 18-17, 26-20)
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst/3 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 10, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.