Deildarkeppninni í Domionsdeild karla er lokið þar sem Grindavík endaði í 3.sæti. Lokaleikurinn var gegn Skallagrím í gær sem var nokkuð öruggur sigur, 86-70, og strákarnir enduðu því deildina með 8 sigri sínum í röð.
Úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn þar sem Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn.
Sverrir Þór notaði leikinn í gær til að virkja bekkinn betur enda leikmenn þar bæði mjög efnilegir en sömuleiðis bara mjög góðir.
Jóhann Árni var stigahæstur með 15 stig, Óli var með 9 fráköst og 6 stoðsendingar og flestir komust á stigatöflu.
Átta liða úrslitin hefjast á fimmtdaginn en þar þarf að vinna 3 leiki til að komast í undanúrslit. Liðin sem mætast í 8 liða úrslitum eru (lokastaðan í deildinni í sviga):
KR (1) · Snæfell (8)
Keflavík (2) · Stjarnan (7)
Grindavík (3) · Þór Þ. (6)
Njarðvík (4) · Haukar (5)