Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir þjálfurum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Unglingaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er að sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingum með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og búa yfir getu til að byggja upp og bæta starfið í heild sinni.

Grindavík býr að góðri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar jafnt innan sem utandyra. Hópið, fjölnota knattspyrnuhús með nýjustu kynslóð gervigrass nýtist vel við æfingar yfir vetrartímann en annars fara æfingar fram á grasvöllum á íþróttasvæðinu.

Í umsókn skal taka fram menntun, reynslu og annað sem viðkomandi telur að sýni fram á þekkingu hans og hæfni. Enn fremur má taka fram hvaða flokka eða aldur viðkomandi hefur áhuga á að þjálfa.

Umsóknir skulu sendast fyrir 27.ágúst nk. á netfangið umfg@centrum.is. Við hvetjum konur og karla á öllum aldri til að sækja um.

Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á sama netfang eða með því að hafa samband við knattspyrnudeild í síma 426 8605.