Yfir 25 unglingar mættu á unglingadómaranámskeið í Gulahúsinu sem haldið var af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG þann 17.febrúar. Námskeiðið stóð í um tvær klukkustundir og var öllum opið. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi vikuna 23.-28.febrúar.
Á námskeiðinu fór Sigurður Óli Þórleifsson FIFA dómari yfir knattspyrnulögin en auk þess var einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.
Unglingarnir tóku virkan þátt í umræðum og voru t.d skiptar skoðanir á nýrri túllku á rangstöðureglunni.