Grindavík og ÍA mætast í æfingaleik í meistaraflokki karla í knattspyrnu þriðjudaginn 26. apríl kl. 18:30 á gamla aðalvellinum í Grindavík.
Þetta verður síðasti æfingaleikur Grindavíkur fyrir Pepsideildina sem hefst eftir viku en þá sækir Grindavík lið Fylkis heim mánudaginn 2. maí kl. 19:15. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Grindavíkur.
Óskar Pétursson markvörður, Paul McShane og Óli Baldur Bjarnason meiddust á æfingum um helgina og verða tæpir fyrir fyrsta leik.
Grindvíkingar eru hvattir til þess að kíkja á nokkuð breytt Grindavíkurlið spreyta sig gegn sterku Skagaliði sem flestir spá að muni rúlla upp B-deildinni í sumar.