Grindavík lagði BÍ/Bolungarvík í Lengjubikarnum í gær 2-0.
BÍ/Bolungarvík, sem Alferð Elías Jóhannsson kom upp í 1.deild á síðasta tímabili, hefur verið að bæta við sig leikmönnum og voru fyrir leikinn í þriðja sæti A deildar, 3 riðils Lengjubikarsins.
Hjá Grindavík byrjaði Paul McShane sem er allur að koma til eftir meiðsli. Yacine Si Salem sem nýkominn er aftur til landsins kom einnig við sögu.
Það er skemmst frá því að segja að Grindavík var mun betri aðilinn í leiknum. Michael Pospisil kom okkar mönnum yfir á 37. mínútu eftir skyndisókn sem byrjað á hornspyrnu hjá BÍ/Bolungarvík.
Michael var þarna að skora sitt annað mark í Lengjubikarnum þannig að byrjar ágætlega.
Annað mark Grindavíkur skoraði Matthías Örn Friðriksson með þrumufleygi.
Næsti leikur í Lengjubikarnum er gegn Haukum í Kórnum sunnudaginn 27.mars klukkan 16:15