Grindavík og Keflavík áttust við í Fótbolti.net mótinu í gær þar sem Keflavík sigraði 3-1
Í byrjunarliði Grindavíkur var Óskar í markinu. Alexander, Ray, Markó og Gummi Bjarna í vörninni. Orri og Jamie aftarlega á miðjuni, Magnús og Hafþór á köntunum og Matti og Scotty á milli þeirra.
Grindavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik. Orri skoraði mark Grindavíkur með skalla eftir sendingu frá Scotty. Scotty var nálægt því að bæta við úr góðu skoti úr aukaspyrnu og svo átti Magnús skalla í stöngina.
Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður og sá fyrri og voru Keflavík mun líklegri til að skora. Óskar varði nokkrum sinnum meistaralega en klaufaleg mistök í vörninni kostuðu okkur tvö af þremur mörkum Keflavíkur og var því lokastaðan 3-1.
Í seinni hálfleik komu Gunnar, Einar Helgi, Guðmundir Egill, Emil Daði og Villi inn á og fengu að spreyta sig.
Þetta er aðeins annar leikur Grindavíkur á byrjunartímabilinu og í ljósi þess var maður bara nokkuð ánægður með spilamennskuna, auðvitað sérstaklega í fyrri hálfleik.
Ólafur Örn var í viðtali hjá fotbolti.net eftir leikinn.
mynd hér að ofan: Hafliði Breiðfjörð | fotbolti.net