Samningur við Sparisjóðinn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Sparisjóður Keflavíkur hafa framlengt samning sinn til næstu tveggja ára en skrifað var undir samninginn í Gula húsinu í dag.

 

Sparisjóður Keflavíkur verður einn af stærstu samstarfsaðilum knattspyrnudeildarinnar líkt og mörg undanfarin ár en Sparisjóðurinn hefur lagt áherslu á að vera í góðum tengslum við knattspyrnuhreyfinguna, m.a. með nýjum samningum við KSÍ.

Sparisjóður Keflavíkur er með öflugt útibú í Grindavík en útibússtjóri er Helgi Bogason, sem er aðstoðarþjálfari Grindavíkurliðsins. Fram kom í dag að báðir aðilar vænta mikils af samstarfinu.

Á myndinni eru Jónas Þórhallsson, varaformaður knattspyrnudeildar, og Einar Hannesson, Sparissjóðsstjóri, við undirskrift samningsins.