1935 – Íþróttafélag Grindavíkur stofnað 3.feb. Í fyrstu stjórn sátu Jón Tómasson, Tómas Þorvaldsson, Guðlaugur Magnússon, Hlöðver Einarsson.
1947 – Síðla árs var byrjað að laga land þar sem núverandi íþróttavöllur stendur á. Landeigendur Járngerðarstaðatorfunar í Grindavík gáfu Íþróttafélagi Grindavíkur svæði undir fótboltavöll og til annarra útiíþrótta.
1963 – Nafni Íþróttafélags Grindavíkur breytt í UMFG.
Jón Leósson formaður.
1969 – Mfl karla tók fyrst þátt í Íslandsmóti C-deild / 3.deild.
1972 – Grindavík eitt af stofnliðunum í 1.deild kvenna (efstu deild), endaði í 3. til 4. sæti.
1974 og 1975 – Mfl kvenna lék í efstu deild.
1976 – Svartsengishátíð haldin í síðasta sinn, helsta fjáröflun UMFG.
1977 – UMFG skipt í 4 sjálfstæðar deildir, Knattspyrnudeild, Körfuknattleiksdeild, Handknattleiksdeild og Júdódeild.
Grafið fyrir innsiglingu í Hópið
Nú má segja að Hópið sé lífæð plássins, undirstaða tilverunnar á þessum uppgangsstað. Hópið ein sú bezta höfn á landinu þar sem stærstu fiskiskip geta farið hindrunarlaust út og inn. Í staðinn fyrir opna og erfiða brimlendingu smárra báta – er nú öruggt lægi stórra skipa, sem leggjast upp að bryggjum og bólverkum, þar sem er öll hin fullkomnasta aðstaða til útgerðar.
Þessi bylting í útgerðaraðstöðunni hefur valdið miklum breytingum í “byggðaþróun” Grindavíkur” -Lesbók mbl 1. okt. 1955 – Gísli Brynjólfsson
Frumherjarnir í fótboltanum í Grindavík, hluti af liðinu sem tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu 1969.
Frá vinstri: Fyrsti formaður UMFG Jón Leósson, Theódór Vilbergsson, Gunnar Sigurðsson, Ólafur Guðbjartsson, Aðalgeir Jóhannsson og Hermann Guðmundsson.
1977 – Fyrsta stjórn Knattspyrnudeildar: Símon Alfreðsson form., Gylfi Halldórsson, Ragnar Eðvarðsson, Sigurgeir Guðjónsson, Júlíus Pétur Ingólfsson. Sigurður G. Ólafsson tók síðar við formennsku.
1977 – Ragnar Eðvarðsson fyrsti landsliðsmaður Knattspyrnudeildar UMFG, U-18.
1977, 1980 og 1981 – Grindavík í úrslit í 3. deild. Tapaði naumt öll árin. Þjálfari Haukur Hafsteinsson.
1978 – Fyrsta keppnisferð mfl karla til Piteå í Svíþjóð.
1978 – Fjölskylduyfirbragð deildarinnar tók á sig mynd.
“Það sem skapaði mikla stemningu og þróaðist innan deildarinnar var árleg æfingaferð á Laugarvatn frá 1978 til 1982 sem Haukur Hafsteinsson þjálfari kom á. Meistaraflokkur karla fór á Laugarvatn í vikutíma í æfingabúðir, eiginkonur og börn voru með í ferð. Í þessum ferðum var áfengi aldrei með í för og hópurinn um 40-50 manns náði vel saman og varð að sterkum fjölskylduklúbbi. Við æfðum eins og atvinnumenn 2 x á dag, fórum í gufubaðið og svo voru kvöldvökur með leikjum og söng sem Hilmar Knústsson ásamt Pétri og Krístínu Páls sáu um og stjórnuðu.
1978 – Nýir 90 fm. búningsklefar teknir í notkun við malarvöllinn, Sigurður G.Ólafsson byggingarmeistari.1979 – Árið eftir Svíðþjóðarferðina fórum við til Kanada og þá voru eiginkonur teknar með í þá ferð og öll eins klædd og segja má að enn þann dag í dag sé deildin að njóta góðs af þeim anda sem byggðist upp á þessum árum og í kringum þessar ferðir.
1979 – Fyrsta uppskeruhátíð hjá mfl karla haldin í efri salnum í Festi. Kristinn Jóhannsson leikmaður ársins.
1980 – Mfl karla vann sæti í efstu deild í innanhúsfótbolta.
Þjálfari Haukur Hafsteinsson.
1981 – Arsenal, Grindavík sendi 4 leikmenn til æfinga í 3 vikur,
í feb fóru Krilli – Ragnar og í nóv Jónas – Bjarni Óla.
1984 – Hófst samstarf Knattspyrnudeildar og Lýsi hf.
Samstarf Knattspyrnudeildar og Lýsi hf hófst 1984
1986 – 26. júlí Gulahúsið vígt með öllu innbúi, alls 90 fm ásamt steyptum plönum fyrir utan. Byggt af Knattspyrnudeild UMFG. Hilmar Knútsson byggingarmeistari.
1986 – Knattspyrnudeild fær fyrirtæki í Grindavík til að kaupa fyrstu klukku í íþróttahúsið.
1986 – Frá 1986 hefur meistaraflokkur karla ásamt þjálfurum og stjórn mætt í alla leiki í einkennisfatnaði, ferðagöllum og síðar jakkaföt frá 2000-2007
1986 – Uppbygging á fyrsta grasvelli hefst í sept.
1987 – Grasvöllur vígður 13.júní 1987, stærð 110m x 110m. Knattspyrnudeild leggur 50% á móti Grindavíkurbæ í formi vinnu og tækja. Lagði til jarðýtu og vörubíla til aksturs á torfi og efni. Knattspyrnudeild fékk leyfi hjá Umhverfisráðuneytinu til að taka skeljasand í landi Miðneshrepps sem sett var undir torfið. Skilyrði fyrir leyfinu var að fylla í holuna aftur með efni sem tekið var á Hrauni í Grindavík.
Stjórnir 1981 til 2006 / Mfl karla 1980.
1987 – Knattspyrnudeild gengst fyrir því að kaupa grassláttuvél frá Englandi gegnum Vísir hf. (Pétur H. Pálsson). og Isberg ltd.
1988 – Knattspyrnudeild kaupir og eignast batta fyrir innanhúsknattspyrnu í íþróttahúsið kr. 400.000.-
1988 – Fyrsti Íslandsmeistaratitill, 2. flokkur karla Íslandsmeistari í innanhús knattspyrnu. Þjálfari Guðjón Ólafsson.
1989 – Mfl karla vinnur sæti í 2. deild (næst efstu deild)
Þjálfari Guðjón Ólafsson.
1990 – KSÍ-samningar gerðir í fyrsta sinn, 6 lið gerðu samninga við leikmenn. Grindavík gerði samninga við 32 leikmenn, Fram gerði samning við 2 leikmenn, KR gerði samninga við 30 leikmenn.
1990 – Pollamót Þórs 1990 til 2005.
Grindvíkingar settu mikinn svip á Pollamót Þórs á Akureyri þar sem keppt var í 30 ára og eldri og síðar í 40 ára og eldri. Við fórum á hverju ári í 15 ár með alla fjölskylduna með okkur og skemmtum okkur og öðrum. Jónína hans Hilmars málaði andlit leikmanna og við spiluðum og sungum lag fyrir hvern leik sem Hilmar Knúts samdi. Þetta var frábær tími og þarna var sami kjarni og var að spila saman og starfa í stjórn frá Laugarvatnsárunum og enn jókst samkenndin. Þegar mest var voru um 100 mættir frá Grindavík, leikmenn og konur ásamt börnum. Grindavík hefur unnið þetta mót 4 sinnum.
Liðið frá 1989 sem náði þeim langþráða áfanga að komast upp í B-deild. Efri röð f.v. Þórarinn Ólafsson, Páll Valur Björnsson, Albert Sigurjónsson, Helgi Bogason, Ólafur Ingólfsson, Ragnar Eðvarðsson, Pálmi Ingólfsson og Rúnar Sigurjónsson.Neðri röð f.v. Grétar Schmidt, Skúli Jónsson, Bjarni Ólason og Garðar Páll Vignisson.
2. fl. – Íslandsmeistarar innanhúss 1988, Guðjón Ólafsson þjálfari.
Meistaraflokkur Knattspyrnudeildar UMFG. – Sigurvegarar í A-riðli 3. deildar og Suðurnesjameistarar utan húss. Guðjón Ólafsson þjálfari.
1993 – Knattspyrnudeild fjárfestir í tölvubúnaði og gervihnattadisk fyrir getraunir, alls kr 750.000.- Getraunir skila knattspyrnudeild árlega miklum tekjum.
1993 – Nýtt æfingasvæði austan við malarvöll tekið í notkun, stærð 120m x 140m. Allt gras lagt á í sjálfboðavinnu af félögum úr knattspyrnudeild.
1993 – Knattspyrnudeildin fjárfestir í ljósamöstrum með kösturum við suðurenda malarvallar.
1994 – Nýir 200fm búningsklefar teknir í notkun við malarvöllinn. Byggðir í verktöku af knattspyrnudeild. Byggingarkostnaður alls kr 19.7 milljónir. Framlag Grindavíkurbæjar kr 16 milljónir. Framlag knattspyrnudeildar kr 3.7 milljónir. Grindin ehf sá um verkið.
1994 – Mfl karla vinnur sæti í efstu deild. Þjálfari Luka Kostic.
1994 – Mfl karla leikur til úrslita í bikarkeppni KSÍ gegn KR á Laugardalsvelli. KR sigraði 2-0. Rúmlega 7 þúsund áhorfendur. Þjálfari Luka Kostic.
1995 – Knattspyrnudeild kaupir 2 gáma, 20 ft gám breytt í aðstöðu fyrir blaðamenn og sjónvarpsupptöku með dekkjum undir. 40 ft gámur notaður sem geymsla við knattspyrnuvöllinn.
Liðið 1994 sem kom Grindavík upp í efstu deild og í úrslit bikarkeppninnar. Frá vinstri: Þórarinn Ólafsson, Páll Valur Björnsson, Ólafur Ingólfsson, Gunnar Már Gunnarsson, Grétar Einarsson, Lúka Kostic, Milan Stefán Jankovic, Brynjar Bergmann Pétursson nuddari og Guðjón Ásmundsson.
1995 – 4 flokkur kvenna Íslandsmeistari. Þjálfari Pálmi Ingólfsson.
1996 – Gras lagt á svæðið við íþróttahús í sjálfboðavinnu af félögum knattspyrnudeildar, 80m x 60m.
1996 – Grindavíkurbær kaupir Gulahúsið til að jafna aðstöðumun milli deilda. Grindavíkurbær lætur Körfuknattleikdsdeild hafa félagsaðstöðu í Festi.
1998 – Mfl kvenna vinnur sæti í efstu deild eftir 23 ára bið. Lék síðast í efstu deild 1975. Þjálfari Pálmi Ingólfsson.
1998 – Ólafur Örn Bjarnason fyrsti atvinnumaður Grindvíkinga í knattspyrnu, seldur til Malmö í Svíþjóð.
1998 – Ólafur Örn Bjarnason fyrsti Grindvíkingur til að spila A-landsleik.
1999 – Undirbúningsfundur haldinn 21. okt 1999 um stofnun hlutafélags til stuðnings knattspyrnu í Grindavík.
1999 – Ingvar Guðjónsson ráðinn í fullt starf sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar.
2000 – GK 99 hf stofnað 29. feb. 2000
2000 – Mfl karla Deildarbikarmeistarar. Þjálfari Milan Stefán Jankovic.
Grindavík, Suðurnesjameistarar í 6. flokki karla 1997. Efri röð f.v. Þorsteinn Finnbogason, Ólafur Daði Hermannsson, Helgi Björn Einarsson, Vilmundur Þór Jónasson, Einar Jón Ólafsson þjálfari.
Neðri röð f.v. Aron Ómarsson, Alfreð Finnbogason, Óskar Pétursson, Jósef Jósefsson, Guðni Oddgeirsson.
2000 – Mfl karla endaði í 3ja sæti í efstu deild og tryggði sér sæti í evrópukeppni í fyrsta skipti. Þjálfari Milan Stefán Jankovic.
2000 – Mfl kvenna vinnur sæti í efstu deild. Þjálfari Pálmi Ingólfsson.
2001 – Ný 1500 sæta stúka vígð 17. júní. Byggð af GK 99 og Grindavíkurbæ. 50% hlutur hvor. Allt gras lagt á í sjálfboðavinnu af félögum úr knattspyrnudeild. Grindin ehf verktaki á stúkubyggingu.
2001 – Fyrsti evrópuleikur Grindvíkinga í mfl karla 17. júní. Mætti liði Vilash frá Baku og vann 1-0. Þjálfari Milan Stefán Jankovic. Grindavík sló lið Vilash út í seinni leiknum 24. júní 1-2. Lék síðan við Basel frá Sviss og slegið út. Heima 0-2. Úti 3-0. Þjálfari Milan Stefán Jankovic.
2002 – Mfl endar í 3ja sæti og tryggir evrópusæti.
Þjálfari Bjarni Jóhannsson.
Ný stúka vígð 17.júní 2001.
Jónas Karl Þórhallsson formaður Knattspyrnudeildar UMFG, Pétur Hafsteinn Pálsson formaður GK-99
2003 – 4 flokkur kvenna Íslandsmeistari. Þjálfari Jón Óli Daníelsson.
2003 – Mfl karla spilar við FC Karnten frá Austurríki. 14. ágúst, tapað úti 2-1. jafntefli heima 28. ágúst 1-1. vorum 27 sek frá því að komast í næstu umferð þar sem mótherjinn var Feyenoord frá Hollandi.
2004 – Aðventuhátíð knattspyrnudeildar fyrir styrktaraðila hófst með breyttu sniði. Árni Johnsen mætir í fyrsta sinn.
2004 – 3 flokkur kvenna Íslandsmeistari.
2005 – Knattspyrnudeild kaupir 2 gáma. WC-og sjónvarpsgáma ásamt stiga og sett upp við aðalvöllinn. Heildarkostnaður 4.6 milljónir. Grindavíkurbær greiddi kr 1.6 milljón, knattspyrnudeild kr 3 milljónir.
2005 – Grindavíkurbær yfirtekur eigur GK 99 hf í stúku. Knattspyrnudeild skuldbundin til að greiða leigu + vsk til lok árs 2011, um 240 þús á mán. Alls greiddi deildin yfir 20 milljónir.
2005 – 3 flokkur kvenna Íslandsmeistari innanhúss.
2005 – Samstarf knattspyrnudeilda Gindavíkur, Reynis og Víðis (GRV) í mfl kvenna hófst.
2006 – 3 flokkur kvenna Íslandsmeistari innanhúss.
2006 – Mfl karla fellur úr efstu deild. Þjálfari Sigurður Jónsson.
2007 – Mfl karla vinnur sæti í efstu deild. Þjálfari Milan Stefán Jankovic.
2007 – Grindavík og Njarðvík sameina 2. flokk karla.
2000 til 2008 – Greiddi knattspyrnudeild um kr 2.5 milljónir á ári fyrir leigu á Reykjaneshöll fyrir æfingar og leiki. Alls kr 20 milljónir. Við þetta bættist síðan ferðakostnaður öll árin.
2007 – Knattspyrnudeild greiðir loka greiðslu til Sýslumannsins í Keflavík vegna skattrannsóknar á öllum félögum á Íslandi tímabilið 1988 til 1993. Ríkisskattstjóri tilkynnti 1995 að öll íþróttafélög, blaðberafólk og pólítísk félög skyldu telja fram sem lögaðilar. Knattspyrnudeild UMFG, Knattspyrnu- og Körfuknattleiksdeild UMFN ásamt Knattspyrnudeild FH voru tekin út úr og notuð sem grýla á önnur félög. Knattspyrnudeild UMFG fékk 1995 álagningu uppá kr 2.034.000.-og lauk uppgreiðslu með refsidráttarvöxtum 2007 alls kr 14.700.000.-
2008 – 27. okt hóf undirritaður baráttu fyrir því að sveitarfélög fengju allan vsk endurgreiddan af framkvæmdum sínum. Var afgreitt sem lög frá alþingi 1. mars 2009 og sveitarfélög fá vsk-inn endurgreiddan af allri vinnu. Áætla má að Grindavíkurbær hafi fengið um 300 milljónir í endurgreiðslu.
2008 – Hópið fjölnota knattspyrnuhús var tekið í notkun haustið 2008 en vígt formlega 28. mars 2009. Knattspyrnuhúsið er 50 x 70 metra stálgrindarhús með nýjustu kynslóð gervigrass og 60 metra hlaupabraut og er bylting fyrir knattspyrnuiðkendur í Grindavík.
2009 – Samstarfi GRV slitið og samstarfi 2. flokks karla við UMFN slitið.
2011 – Mfl kvenna fellur úr efstu deild. Þjálfari Jón Þór Brandsson.
2011 – Knattspyrnudeild lauk uppgreiðslu á leigu + vsk vegna GK 99 hf.
2011 – Fyrsta Bacalaomót fyrir knattspyrnumenn frá Grindavík, +30 ára.
2012 – Sameiginlegt Þorrablót Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildar haldið í fyrsta sinn.
2012 – Mfl karla fellur úr efstu deild. Þjálfari Guðjón Þórðarsson.
Landsliðsmenn Grindavíkur U-21 2009.
F.v. Jósef Jósefsson, Óskar Pétursson og Alfreð Finnbogason
2013 – Ægir Viktorsson ráðinn í fullt starf sem yfirþjálfari yngriflokka og umsjón með fræðslustarfi, dómgæslu o.fl.
2013 – Undirritaður heldur áfram vinnu að því að sveitarfélög fái allan vsk endurgreiddan af efniskostaði og þá um leið allan vsk-inn endurgreiddan af sínum framkvæmdum.
2014 – 30 ára samstarf Knattspyrnudeildar og Lýsi hf. Aðeins eitt lið í heiminum getur státað af lengra samstarfi. PSV og PHILIPS síðan 1982 (lengsti kostunarsamningurinn), núverandi samningur gildir til 2016.
2014 – Daníel Leó Grétarsson atvinnumaður í knattspyrnu, seldur til Alasund í Noregi.
2016 – Knattspyrnudeild kynnir hugmyndir að uppbyggingu við Hóp og stúku, bygging sem tengir núverandi íþróttamannvirki saman með möguleikum á að halda alla stærri viðburði í Hópinu, t.d. Þorrablót, lokahóf, árshátíðir fyrirtækja ofl.
2016 – Mfl karla vinnur sæti í efstu deild. Þjálfari Óli Stefán Flóventsson.
2016 – Mfl kvenna vinnur sæti í efstu deild. Þjálfari Guðmundur Valur Sigurðsson.
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er uppalin hjá Grindavík og leikur nú með íslenska landsliðinu í knattspyrnu og Vålerenga í Noregi.
Fjöldi landsliðsmanna 25 karlar 160 landsleikir / 9 konur 127 landsleikir
Fjöldi iðkenda 420 (31. jan 2016)
Fjöldi stjórnarfunda 1.124 (bókaðir stjórnarfundir frá 1978 – 2016)
Knattspyrnudeildin er rekin eins og fyrirtæki með öllum skyldum og er gríðarstór vinnustaður.
Knattspyrnudeild UMFG er lögaðili og veltan er um kr 165 milljónir á ári. Starfsígildi eru um 25 og útsvar sem fellur af launagreiðslum er um kr 10 milljónir. 2012 var Knattspyrnudeildin 15 stærsta fyrirtækið í Grindavík.
Ég get sagt það hér að ekkert félag hér í bæ hefur unnið jafn rausnarlega að því að koma sér upp aðstöðu til að vera í fremstu röð á Íslandi og um leið haldið bæjarlífinu í lit, úr neðstu deild með enga aðstöðu uppí efstu deild með núverandi aðstöðu. Ævintýri sem hófst 1948 þegar frumkvöðlar og hugsjónarmenn hófu uppbyggingu á núverandi vallarstæði og grófu ósinn á höndum (Hópið- lífæð Grindvíkinga).
Grindavíkurbær hefur átt því láni að fagna að sú aðstaða sem byggð hefur verið í Grindavík tengd knattspyrnu, var byggð í samvinnu Grindavíkurbæjar, fyrirtækja og félagsmanna úr knattspyrnudeild.
Varlega áætlað er hlutur Grindavíkurbæjar í íþróttamannvirkjum um 50%. Núverandi íþróttahús var byggt með gömlu reglunni, ríkið greiddi 80% á móti 20% frá sveitarfélagi.
Í dag eru deildir UMFG komnar að þolmörkum í tekjuöflun. Til að tvöfalda tekjur knattspyrnudeildar og gera hana sjálfbæra þarf að byggja upp framtíðaraðstöðu deildarinnar við stúku og Hóp, þar sem stuðningsmenn og fjölskyldufólk geti komið saman fyrir leik og notið góðra veitinga. Búnings- og wc aðstaða fyrir Hópið og aðalvöllinn á neðri hæð.
Það er ekki sjálfgefið að fá nútímafólk til starfa í íþróttafélögum í dag, efnishyggjan er allsráðandi og hraðinn mikill.
Þegar ég lít um öxl hef ég verið með fengsælustu áhöfn á Íslandi sl. 39 ár.
Grindavík er einstök! Hér fer saman öflugt íþrótta og atvinnulíf, hvorugt má af hinu sjá, það skilja menn hér í bæ.
Jónas Karl Þórhallsson form.
Hér á eftir koma nokkrar glefsur úr grein sem Tómas Þorvaldsson, formaður Íþróttafélags Grindavíkur 1948, skrifaði í Bæjarbót.
Fyrsti fótboltavöllurinn í Grindavík var á flötum vestan undir Sölvhól, þar sem vegur liggur að fjárhúsum Þorláks í Vík. Sá völlur eyðiagðist í flóðinu mikla árið 1925, en hafði verið þarna í 10-12 ár eftir því sem ég kemst næst.
Eftir flóðið var völlurinn fluttur vestur fyrir Gantann og var þar í 22-23 ár, en nokkrum sinnum var breytt um legu eftir því hvernig grassvörðurinn sparkaðist upp. Alltaf var það svo á þessum tíma að við skutum saman í bolta eftir efnum og ástæðum, þetta 50 aura til krónu á mannog stóð svo fram í stríð. Þá þótti virðingarstaða að geyma boltann milli æfinga.
Síðla árs 1947 byrjuðum við að laga land það sem núverandi íþróttavöllur stendur á. Höfðu landeigendur í Grindavík þá gefið Íþróttafélagi Grindavíkur svæði undir fótboltavöll og til annarra útiíþrótta.
Fótboltavöllurinn þarna norðan og austan við Stampahólsgjá varð smátt og smátt að veruleika og þegar við héldum upp á fyrsta Sjómannadaginn með útihátíð 1948 var völlurinn fyrst notaður á þverveginn og þá mikið styttri en löglegt var.
Þeir sem fyrst byrjuðu (1948 hjá Axel Andréssyni knattspyrnukennara sem kenndi svonefnt Axelskerfi í knattspyrnu) voru orðnir allgóðir vorið 1951, enda unnu þeir knattspyrnumót Suðurnesja með glæsibrag. Voru þá margir góðir í liðinu, en mér sýndist Guðmundur Ólafsson frá Bræðratungu fremstur meðal jafningja, enda fór svo að við töpuðum honum til Keflavíkur, því hann hafði unnið hug og hjarta einnar myndarlegustu heimasætunnar þar í bæ.
Leikjahæstu leikmenn meistarflokks
Óli Stefán Flóventsson 273 leikir
Hjálmar Hallgrímsson 262 leikir
Ólafur Ingólfsson 259 leikir
Sinisa Kekic 230 leikir
Guðjón Ásmundsson 212 leikir
Ólafur Örn Bjarnason 206 leikir
Ragnar Eðvaldsson 205 leikir
Albert Sævarsson 195 leikir
Markahæstu leikmenn meistaraflokks
Sinisa Kekic 78 mörk
Ólafur Ingólfsson 75 mörk
Grétar Ólafur Hjartarson 66 mörk
Þjálfarar frá 1969
1969 Þórhallur Stígsson
1970 Þórhallur Stígsson
1971 Gunnar Gunnarsson
1972 Jón B. Stefánsson
1973 Ingvar Jónsson
1974 Þórir Jónsson
1975 Hlöðver Rafnsson
1976 Björn Birgisson
1977 Haukur Hafsteinsson
1978 Haukur Hafsteinsson
1979 Leifur Harðarson
1980 Haukur Hafsteinsson
1981 Haukur Hafsteinsson
1982 Hörður Hilmarsson
1983 Kjartan Másson og Guðjón Ólafsson
1984 Einar Jón Ólafsson
1985 Haukur Hafsteinsson
1986 Haukur Hafsteinsson
1987 Júlíus P. Ingólfsson og Ragnar Eðvarsson
1988 Guðjón Ólafsson og Júlíus P. Ingólfsson
1989 Guðjón Ólafsson
1990 Haukur Hafsteinsson
1991 Bjarni Jóhannsson
1992 Bjarni Jóhannsson
1993 Þorsteinn Bjarnason
1994 Luka Kostic
1995 Luka Kostic
1996 Guðmundur Torfason
1997 Guðmundur Torfason
1998 Guðmundur Torfason
1999 Milan Stefán Jancovic
2000 Milan Stefán Jancovic
2001 Milan Stefán Jancovic
2002 Bjarni Jóhannson
2003 Bjarni Jóhannsson
2004 Zeljko Sankovic/Guðmundur Valur Sigurðsson
2005 Milan Stefán Jancovic
2006 Sigurður Jónsson
2007 Mílan Stefán Jankovic
2008 Milan Stefán Jankovic
2009 Milan Stefán Jankovic
2009 Luka Kostic
2010 Luka Kostic
2010 Ólafur Örn Bjarnason
2011 Ólafur Örn Bjarnason
2012 Guðjón Þórðarson
2013 Milan Stefán Jankovic
2014 Milan Stefán Jankovic
2015 Tommy Nielsen
2016 Óli Stefán Flóventsson
2017 Óli Stefán Flóventsson
2018 Óli Stefán Flóventsson
2019 Srdjan Tufegdzic
2020 Sigurbjörn Hreiðarsson
2021-2023 Helgi Sigurðsson
2023- Brynjar Björn Gunarsson
Formenn knattspyrnudeildar
1977-1979 Sigurður G. Ólafsson
1980-1981 Gunnar Vilbergsson
1982-1983 Guðmundur R. Ragnarsson
1984-1985 Gunnlaugur J. Hreinsson
1986-1987 Jónas K. Þórhallsson
1988 Gunnlaugur J. Hreinsson
1989-1993 Gunnar Vilbergsson
1994-1996 Svavar Sigurðsson
1997-1999 Bjarni Andrésson
2000-2006 Jónas K. Þórhallsson
2007-2008 Jón Gíslason
2009-2011 Þorsteinn Gunnarsson
2012-2017 Jónas Karl Þórhallsson
2018-2021 Gunnar Már Gunnarsson
2022- Haukur Guðberg Einarsson
Framkvæmdarstjórar knattspyrnudeildar
2000-2009 Ingvar Guðjónsson
2010-2013 Eiríkur Leifsson
2014-2015 Hjörtur Walterson
2016-2018 Eiríkur Leifsson
2019 Gunnar Már Gunnarsson/Hjörtur Waltersson
2020 Jón Júlíus Karlsson