Judo-deild UMFG hefur ekki látið deigan síga þrátt fyrir breyttar aðstæður en í dag æfa um 20 börn með deildinni ásamt nokkrum fullorðnum. Deildin er í samstarfi við Judofélag Reykjanesbæjar í Bardagahöllinni upp á Iðavöllum. Starfið gengur vel og voru nokkrir krakkar úti í Skotlandi í æfingabúðum á dögunum.
UMFG átti keppendur bæði á Haustmóti ÍSÍ og á Íslandsmóti yngri flokka í voru áttum við fimm keppendur sem skiluðu í hús þremur gullverðlaunum og tveimur silfurverðlaunum. Krista Sigurðardóttir tók gullverðlaun í sínum flokki (St. U13 -48) og í flokki Drengja U13 -55 náði Arnar Einarsson einnig í gull.