Núna í vikunni kunngerði KKÍ lið ársins í Subwaydeildum karla og kvenna. Fyrir okkur Grindvíkinga bar það hæst að Jóhann Þór Ólafsson var valinn þjálfari ársins í Subwaydeild karla og Ólafur Ólafsson var valinn í lið ársins.
Þetta er frábær viðurkenning fyrir þá bræður. Jóhann Þór gerði vel í vetur með lið Grindavíkur sem gekk í gegnum miklar breytingar. Ólafur átti eitt sitt besta tímabil og var algjör lykilmaður hjá Grindavík í vetur.
Úrvalslið Subway-deildar karla:
Kári Jónsson (Valur)
Sigtryggur Arnar Björnsson (Tindastóll)
Ólafur Ólafsson (Grindavík)
Styrmir Snær Þrastarson (Þór Þ.)
Kristófer Acox (Valur)
Leikmaður ársins: Kári Jónsson (Valur)
Erlendur leikmaður ársins: Vincent Malik Shahid (Þór Þ.)
Varnarmaður ársins: Hjálmar Stefánsson (Valur)
Þjálfari ársins: Jóhann Þór Ólafsson (Grindavík)
Ungi leikmaður ársins: Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.)
Prúðasti leikmaðurinn: Callum Lawson (Valur)
Úrvalslið Subway-deildar kvenna:
Anna Ingunn Svansdóttir (Keflavík)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Haukar)
Eva Margrét Kristjánsdóttir (Haukar)
Hildur Björg Kjartansdóttir (Valur)
Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík)
Leikmaður ársins: Eva Margrét Kristjánsdóttir (Haukar)
Erlendur leikmaður ársins: Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
Varnarmaður ársins: Erna Hákonardóttir (Njarðvík)
Þjálfari ársins: Ólafur Jónas Sigurðsson (Valur)
Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Haukar)
Prúðasti leikmaðurinn: Dagbjört Dögg Karlsdóttir (Valur)
Dómari ársins: Davíð Tómas Tómasson