Þuríður Ásta Guðmundsdóttir er genginn til liðs við Grindavík. Þuríður Ásta er 19 ára gömul og er uppalin hjá Haukum. Um fjölhæfan leikmann er að ræða sem leikur aðallega á kantinum.
Þuríður Ásta lék 7 leiki með Haukum í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og 7 leiki með KÁ sem er venslafélag Hauka.
„Ásta hefur æft með okkur undanfarnar þrjá vikur og spilað tvo æfingaleiki. Hún lék sem kantmaður i þeim leikjum og stóð sig mjög vel. Ásta á klárlega eftir að styrkja okkur hóp á komandi tímabili og væntum við mikils af henni,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Þuríði Ástu velkomna til félagsins og hlökkum við til að sjá hana í Grindavíkurtreyjunni á næstu mánuðum.
Áfram Grindavík!