Einhamar Seafood hefur staðið afar vel á bakvið körfuboltann í Grindavík undanfarin ár og er það mikið ánægjuefni að fyrirtækið kjósi að bæta í stuðning sinn. Nýr samningur til 3ja ára var undirritaður í hálfleik á leik kvennaliðs Grindavíkur í síðustu viku.
„Við finnum fyrir miklum stuðningi frá Einhamar Seafood og ég er í skýjunum með að undirrita þennan samning þar sem Einhamar Seafood verður aðalstyrktaraðila deildarinnar. Það er frábært fólk sem er að stýra Einhamar Seafood sem eru tilbúið að styðja af krafti við íþróttalífið í Grindavík,“ segir Ingibergur Þór, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Einhamars Seafood fyrir öflugan stuðning og vonast deildin eftir afar farsælu samstarfi til næstu ára.
Áfram Grindavík!