Grindavík hefur fengið liðsauka fyrir komandi tímabil í Subwaydeild kvenna í körfuknattleik því sænski leikmaðurinn Amanda Okodugha mun leika með félaginu næsta vetur. Amanda kemur frá Svíþjóð og leikur stöðu miðherja.
Amanda er 27 ára gömul og er 188 cm á hæð. Hún lék með Visby í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er því að koma úr mjög sterkri deild til Íslands. Amanda lék með Lincoln University í háskólakörfuboltanum.
„Ég er mjög ánægður með að fá Amöndu til liðs við okkur. Hún er hávaxin og mun koma til með að styrkja okkar lið undir körfunni. Ég hreifst af þeirri baráttu sem hún sýnir í leikjum og hlakka til að fá hana til liðs við okkur í Grindavík,“ segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Amanda er væntanleg til Íslands í lok ágúst.
Velkomin til Grindavíkur, Amanda!