Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Unglingaráð leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstakling. Mikilvægt er að umsækjandinn hafi reynslu af körfuknattleiksþjálfun og sé með góða hæfni í mannlegum samkiptum. Um hlutastarf er að ræða.
Helstu verkefni:
– Umsjón með faglegu barna- og unglingastarfi.
– Ráðning og samskipti við þjálfara.
– Stuðningur við þjálfara.
– Samskipti við KKÍ.
– Aðstoða við fjölliðamót.
Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á karfa.unglingarad@umfg.is. Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Ýr Skúladóttir formaður unglingaráðs í síma 699-8475.