Fjölskylda Janko flutti síðar til landsins, eiginkona hans Dijana Una og börn hans Jovana og Marko Valdimar. Dijana starfaði í fjölda mörg ár fyrir knattspyrnudeildina og sinnti sínum störfum þar af miklum myndarskap.
Jankó spilaði alls 110 leiki í deild- og bikar fyrir Grindavík á sjö árum og gerði í þeim leikjum 14 mörk. Vakti geta hans á knattspyrnuvellinum strax athygli og jafnframt var hann ávallt boðinn og búinn að leiðbeina yngri leikmönnum félagsins og miðla af reynslu sinni.
Auk þess að eiga farsælan feril sem leikmaður þá á hann virkilega glæstan feril sem þjálfari hér í Grindavík og eru ófáir leikmenn Grindavíkur á öllum aldri sem eiga Janko margt að þakka.
Þar sem nú eru liðin 30 ára síðan að þessi fjölskylda auðgaði fyrst bæjarlífið hér í Grindavík voru þau Jankó og Dijana heiðruð sérstaklega fyrir leikinn gegn Þrótti Vogum í gær.
Takk fyrir okkur Janko og Dijana.