Viktor Guðberg Hauksson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2023. Viktor er 22 ára gamall bakvörður/miðvörður og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu á undanförnum tveimur árum.
Alls hefur Viktor leikið 43 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í þeim 7 mörk. Hann var einnig á láni hjá GG snemma á ferlinum þar sem hann lék 29 leiki.
„Það er afar ánægjulegt að Viktor verði áfram með okkur hjá Grindavík. Þetta er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og getur leyst bæði stöðu bakvarðar og miðvarðar. Viktor er harðduglegur og mikill Grindvíkingur,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að Viktor Guðberg hafi skrifað undir nýjan samning við félagið og hlökkum við til að fylgjast með honum í treyju Grindavíkur næstu árin.
Áfram Grindavík!