Knattspyrnudeild Grindavíkur fékk frábæra gjöf núna á dögunum þegar deildin fékk afhenta 70 bolta frá Rúnari Sigurjónssyni málara og Málningu ehf. Boltarnir koma frá PUMA og eru „fjarkar“ að stærð.
„Það er einstakt að hafa svona öflugt fólk í okkar nærumhverfi sem lætur sér velferð félagsins varða og er tilbúið að styrkja fótboltann í Grindavík með þessum hætti. Þessi gjöf mun nýtast félaginu afar vel og fara beint til okkar ungu iðkenda,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, sem tók við boltunum fyrir hönd Knd. Grindavíkur á dögunum.
Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Rúnars og til Málningar ehf. fyrir þessa frábæru gjöf. Boltarnir eru nú þegar komnir í notkun hjá yngri flokkum félagsins.
Áfram Grindavík!