Birgitta á ný til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Birgitta Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir samning út leiktíðina með Grindavík og mun leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Birgitta er framherji og kemur til liðs við Grindavík frá Omonoia á Kýpur þar sem hún lék í vetur.

Birgitta lék með Grindavík tímabilin 2019 og 2020. Hún var iðin við markaskorun hjá félaginu og skoraði alls 16 mörk í 16 leikjum með Grindavík árið 2020. Síðasta sumar lék Birgitta með Haukum og svo með Keflavík síðari hluta tímabilsins.

„Ég er ánægður að fá Birgittu til liðs við okkur. Hún styrkir okkar lið í fremstu víglínu og hefur staðið sig vel hér áður. Ég er spenntur að hefja samstarfið með henni,“ segir Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari Grindavíkur.

Birgitta er komin með leikheimild hjá Grindavík og verður með félaginu gegn FH í Lengjubikar kvenna í leik sem fram fer annað kvöld.