Ingólfur skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ingólfur Hávarðarson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning sem leikmaður hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Ingólfur, sem er 17 ára gamall, er mjög efnilegur ungur markmaður sem hefur verið að æfa með meistaraflokki félagsins núna í haust.

Ingólfur er fæddur árið 2005 og er á yngsta ári í 2. flokki félagsins. Hann hefur nú þegar leikið nokkra æfingaleiki með meistaraflokki í vetur og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann mun æfa með meistaraflokki félagsins í ár ásamt því að leika með sameiginlegum 2. flokk Grindavíkur og Njarðvíkur í ár.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að skrifa undir samning við unga og uppalda leikmenn. Er það hluti af stefnu félagsins að hlúa vel að ungum og efnilegum leikmönnum innan félagsins af báðum kynjum og veita þeim þau tækifæri til að verða enn betri knattspyrnumenn.

Áfram Grindavík!