Óttar nýr styrktarþjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við Óttar Guðlaugsson og mun hann taka að sér styrktarþjálfun hjá meistaraflokki karla. Óttar er 29 ára gamall og hefur starfað frá árinu 2015 hjá Knattspyrnudeild Selfoss, þar af sl. þrjú ár sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Selfoss.

Óttar er menntaður íþróttafræðingur og er að ljúka framhaldsmenntun á því sviði á næsta ári. Hann er með UEFA B þjálfaragráðu og hefur sótt fjölmörg námskeið í knattspyrnufræðum og styrktarþjálfun.

Óttar heldur áfram góðu samstarfi með Alfreð Elíasi Jóhannssyni sem tók við á dögunum sem þjálfari hjá meistaraflokki Grindavíkur. Þeir hafa starfað náið saman á undanförnum árum.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með að fá Óttar til starfa. Markmiðið er með ráðningu hans er að efla gæði þjálfunar hjá liðinu og bæta enn frekar í styrktarþjálfun liðsins.