Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur framlengt samning sinn við Maciej Majewski sem leikmaður og markmannsþjálfari hjá félaginu. Maja hefur verið hjá Grindavík 2015 og hefur komið sér vel fyrir hér í Grindavík.
Maja, sem kemur frá Póllandi, gerir eins árs samning sem markmaður hjá félaginu og mun hann veita Aroni Degi Birnusyni samkeppni um markvarðarstöðuna.
Maja gerir þriggja ára samning sem markmannsþjálfari hjá Grindavík og mun áfram þjálfa markmenn meistaraflokka félagsins ásamt því að vera með markmannsþjálfun fyrir yngri flokka. Þar hefur hann staðið sig afar vel.
Maja hefur verið að auka við sig menntun í markmannsfræðum og hefur mikinn áhuga á að bæta sig í þjálfun. Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að halda Maja áfram hjá félaginu næstu árin og er hann mikilvægur hlekkur í þjálfarahópnum hjá Grindavík.
Áfram Grindavík!