Travis Atson til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við bandaríska bakvörðinn Travis Atson og mun hann leika með félaginu í vetur. Travis mætti til landsins um helgina og hefur tekið þátt í tveimur æfingum og staðið sig vel.

Atson er 24 ára gamall og kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum. Hann lék með St. Francis háskólanum síðasta vetur og var með tæp 15 stig að meðaltali í leik ásamt því að vera öflugur í fráköstum.

Atson mætir í fínu formi og vonumst við til að hann verði kominn með leikheimild fyrir næsta heimaleik félagsins sem er gegn KR þann 21. október næstkomandi.

Við bjóðum Travis Atson velkominn til félagsins og vonum að hann verði happafengur fyrir Grindavík.