Alfreð Elías nýr þjálfari Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Alfreð gerir þriggja ára samning við Grindavík og mun hefja störf á næstu dögum.

Alfreð hefur undanfarin fimm ár þjálfað kvennalið Selfoss og gerði liðið meðal annars að bikarmeisturum árið 2019. Þar áður hefur hann þjálfað lið Ægis í Þorlákshöfn,  ÍBV, BÍ/Bolungarvík og GG þar sem hann hóf þjálfaraferilinn árið 2006.

Alfreð er uppalinn í Grindavík og að baki ca 40 leiki með félaginu í efstu deild og skoraði 5 mörk fyrir félagið.

„Við erum afar ánægð með að ganga frá ráðningu á Alfreð sem nýjum þjálfara Grindavíkur. Það er mjög ánægjulegt að fá Alfreð heim til Grindavíkur. Við erum spennt að hefjast handa við að undirbúa næsta keppnistímabil og setja saman nýtt lið. Alfreð mun koma af krafti inn í starfið og hlökkum við til samstarfsins,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Allt þjálfarateymi meistaraflokks karla verður kynnt á næstu dögum.

Velkominn heim Alfreð!