Grindavík hefur samið við spænska framherjann Ivan Aurrecoechea um að leika með félaginu í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili. Ivan er 25 ára gamall Spánverji og er 203 cm á hæð.
Ivan lék með Þór Akureyri á síðasta tímabili og stóð sig mjög vel. Hann var með 19,2 stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni og tók 11,1 fráköst. Koma Ivan mun klárlega styrkja lið Grindavíkur til muna inn í teignum og í frákastabaráttunni undir körfunni.
Þessi skemmtilegi Spánverji lék með New Mexico State háskólanum áður en hann hélt hingað til lands. Hjá New Mexico var Ivan með 11 stig og 6 fráköst í leik.
Kkd. Grindavíkur fangar því að fá Ivan til liðs við Grindavík og teljum við að koma hans muni styrkja liðið mikið.
Áfram Grindavík!