Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í stúlknaflokk eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Grindavík byrjaði úrslitaleikinn mun betur og voru komnar með 12 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Keflavík náði þó að klóra sig aftur inn í leikinn, en ekki nóg svo þær næðu nokkurntíman að jafna hann. Að lokum vann Grindavík með 3 stigum, 61-64.
Jenný Geirdal Kjartansdóttir var valin maður úrslitaleiksins, en hún skilaði 15 stigum, 14 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þá bætti Hekla Eik Nökkvadóttir við 19 stigum, 6 fráköstum, 7 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Í liði Keflavíkur var Anna Lára Vignisdóttir atkvæðamest með 22 stig og 7 fráköst.