Knattspyrnudeild Grindavíkur og Guðmundur Magnússon hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur Guðmundur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Samkomulagið er gert í góðri sátt á milli aðila og átti Guðmundur frumkvæðið að því að ljúka samstarfinu af persónulegum ástæðum.
Guðmundur er 29 ára gamall framherji og lék 15 leiki í deild og bikar með Grindavík á síðustu leiktíð. Í þeim leikjum skoraði Guðmundur 6 mörk. Alls hefur Guðmundur skoraði 72 mörk í 221 leik í deild og bikar á ferli sínum.
„Ég vil þakka UMFG kærlega fyrir samstarfið. Ég óska leikmönnum, þjálfurum og þeim sem standa að liðinu alls hins besta,“ segir Guðmundur Magnússon.
Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri þökkum til Guðmundar fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur