Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmannahóp til æfinga 25.-27. janúar n.k.
Unnur Stefánsdóttir, leikmaður Grindavíkur, hefur verið valin í hópinn. Virkilega vel gert hjá Unni sem var valin efnilegasti leikmaður ársins 2020 hjá meistaraflokki kvenna sem sigraði í 2. deild kvenna á síðustu leiktíð.
Til hamingju Unnur!