Einhamar styrkir áfram knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sjávarútvegsfyrirtækið Einhamar og Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning til næstu tveggja ára.  Einhamar hefur undanfarin ár staðið þétt að baki íþróttum í Grindavík og mun áfram styrkja við Knattspyrnudeild Grindavíkur líkt og undanfarin misseri.

„Við erum svo heppin að eiga öfluga styrktaraðila sem standa þétt við bakið á okkur þrátt fyrir þá erfiðleika sem þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til Einhamars en stuðningur þeirra og fleiri fyrirtækja gerir okkur kleift að halda úti tveimur metnaðarfullum meistaraflokkum í knattspyrnu karla og kvenna ásamt kröftugu barna- og unglingastarfi.“

Sandra Antonsdóttir, einn eigenda Einhamars, og Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar, undirrituðu samninginn í dag í Gula húsinu við Grindavíkurvöll þar sem sóttvarnir voru í hávegum hafðar.