Ása Björg Einarsdóttir hefur undirritað nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með liðinu út keppnistímabilið 2022. Ása Björg er 17 ára gömul, uppalin hjá félaginu og hefur leikið 19 leiki með Grindavík í deild og bikar á ferlinum. Hún skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grindavík í sumar í sigri gegn Fram.
Ása Björg lék sem kantmaður hjá Grindavík í sumar sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna. Hún vann sig inn í byrjunarliðið með góðri frammistöðu í sumar og bætti sig mikið sem leikmaður í sumar.
Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Ása verði áfram hjá Grindavík næstu tvö árin!