Varnarmaðurinn Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið 2022. Þorbjörg hefur leikið með Grindavík undanfarin tvö tímabil og stóð sig frábærlega með liðinu í sumar sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna.
Þorbjörg Jóna var valin leikmaður ársins hjá Grindavík í sumar. Hún var í stóru hlutverki í vörn Grindavíkur sem fékk á sig fæst mörk í 2. deild kvenna í sumar.
„Það eru frábærar fréttir að Þorbjörg Jóna verði áfram hjá okkur,“ segir Petra Rós Ólafsdóttir, formaður kvennaráðs hjá knattspyrnudeild Grindavíkur. „Þorbjörg hefur staðið sig frábærlega og hefur tekið á sig aukið leiðtogahlutverk í okkar unga liði. Okkar hlakkar til að sjá hana í gulu á næstu leiktíð.“
Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Þorbjörg verið áfram hjá félaginu næstu árin!