Varnar- og miðjumaðurinn Nemanja Latinovic hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grindavík. Nemó, sem er 25 ára gamall, er uppalinn leikmaður hjá Grindavík, fjölhæfur og getur leyst margar stöður í vörn og á miðju.
Nemó hefur leikið allan sinn feril hjá Grindavík og alls leikið 41 leik í deild og bikar með félaginu og skorað 2 mörk.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá uppalinn leikmann Grindavíkur semja við félagið,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Nemó er metnaðarfullur leikmaður sem við teljum að eigi sín bestu ár framundan á knattspyrnuvellinum. Við trúum því að hann geti orðið leikmaður í stóru hlutverki hjá félaginu komandi árum.“
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir ánægju með að Nemó verði áfram hjá félaginu næstu árin!
Áfram Grindavík!
— UMFG – Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) November 13, 2020