„Júdóíþróttin er íþrótt sem gerir íþróttamanninum kleift að bæta árangur og hámarksgetu langt fram eftir aldri og mörg dæmi eru um að júdómenn sem hafa verið komnir vel yirr fertugt hafi komist í topp keppnisform. Þannig ég á mikið eftir,“ sagði Sigurður H. Bergmann júdómaðurinn snjalli í blaðaviðtali 1988 sem þá eftir margra ára þrotlausar æfingar hafði náð því takmarki að komast á Ólympíuleikana sem haldnir voru í Seoul í Suður-Kóreu 1988 en þar atti hann kappi meðal margra af fremstu júdómönnum heims.
Sigurður er eini Grindvíkingurinn enn í dag sem hefur náð þessum merka áfanga að keppa á Ólympíuleikum en auk Seoul keppti hann einnig á Ólympíuleikunum í Barcelóna 1992. Hann vann fjölda Íslandsmeistaratitla á sínum keppnisferli auk Norðurlandatitla og annarra alþjóðatitla svo sem Skandinavíumeistaratitil, sigur á Opna skoska meistaramótinu í tvígang, silfur á Opna breska meistaramótinu og komst í fjórðungs úrslit á Evrópumótinu 1993. Hann var valinn Íþróttamaður ársins í Grindavík fjórum sinnum, 1989 og 1990, og síðan aftur 1992 og 1994, auk þess að hljóta hann þann heiður að vera valinn Íþróttamaður Suðurnesja 1990. Fyrsta viðurkenningin sem hann hlaut af þessum toga var þó í Keflavík 1980 er hann var valinn íþróttamaður Ungmennafélags Keflavíkur það ár í sínum fæðingarbæ.
Í afmælishófi UMFG í 2010 var hann sæmdur gullmerki UMFG fyrir frábæran feril á íþróttasviðinu auk þess að bera hróður félagsins og bæjarins hátt hvar sem hann hefur farið innan lands sem erlendis. Stofnaði fjölskyldu í Grindavík 1981 Þessi þögli, ljónsterki og fimi júdómaður, en þannig er honum lýst í blaðaviðtölum frá þessum tíma, fæddist í Keflavík 1961 og ólst þar upp. Hann kynntist konunni sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur, um 1980 og hófu þau búskap hér í Grindavík ári seinna en þau eiga synina Guðmund Sævar, 25 ára, Axel Þór, 16 ára og Sindra Frey, 12 ára. Sigurður hefur alla tíð starfað sem lögreglumaður, fyrst í Grindavík og síðan í lögregluliði Suðurnesja eftir að þær breytingar náðu fram að ganga en hann fullyrðir að hann hefði aldrei náð svo langt sem raun ber vitni nema fyrir liðlegheit yfi rmanna og samstarfsmanna sinna sem heimiluðu honum að sækja æfi ngar og mót hvenær sem hann vildi og er hann þeim einstaklega þakklátur fyrir. Þá má ekki gleyma stuðningnum sem eiginkonan og fjölskyldan hefur veitt honum í gegnum tíðina því hann hefur ekki síður verið ómetanlegur.
Byrjaði strax 1976 æfingar með keppni í huga
Áhugi Sigurðar á júdó vaknaði árið 1976 þegar hann fór að æfa í Njarðvíkum en þá tók hann íþróttina svo alvarlega að hann æfði strax með keppni í huga. „Ég tók þátt í mínu fyrsta móti sama ár. Þetta var stigamót, en á stigamótum er verið að vinna sig upp í beltum en engin verðlaun í boði á slíkum mótum. Mér gekk ágætlega, en tapaði þó einni glímu,“ sagði Sigurður brosandi í blaðaviðtali 1988 og bætti við til útskýringar að júdóbeltin kæmu í sjö litaafbrigðum: Hvítt, gult, appelsínugult, grænt, blátt, brúnt og svart. „Eftir að júdómaðurinn hefur náð svarta beltinu á hann möguleika á tólf viðbótarstigum, svokölluðum DAN-stigum. Keppnismenn ná í það mesta sex stigum 6-DAN, en 7-DAN til 12-DAN eru nokkurs konar heiðursstig. Árið 1981 fékk ég svarta beltið en var þá búinn að vera með brúna beltið í um fjögur ár. Í raun átti ég að ná svarta beltinu mun fyrr,“ sagði Sigurður og bætti við að hann væri þá með 1-DAN, þegar hann fékk þær fréttir að hann hefði verið valinn á Ólympíuleikana.
Æfði með verðlaunahafanum frá Los Angeles
Hann æfði mikið með Bjarna Friðrikssyni, stiga hæsta íslenska júdómanni þess tíma, sem afrekaði meðal annars að krækja í bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Bjarni var aðeins með 4-DAN og því átti Sigurður þá von á að úr myndi rætast fl jótt að hann hækkaði í stigum. Að sögn Sigurðar æfðu þeir félagarnir saman á þessum tíma undir stjórn Halldórs Guðbjörnssonar, margreynds júdókappa, en hann var meira stjórnandi en þjálfari. Þegar menn eru komnir eins langt í íþróttinni og hafa öðlast mikla keppnisreynslu, eins og Sigurður og Bjarni, er ósköp lítið sem þjálfari getur komið til leiðar.
Alltaf er þó hægt að bæta tæknina, en þá gerist það meira í æfingabúðum þar sem glímt er gegn öðrum júdómönnum. Halldór kom því meira í veg fyrir hangs við æfingarnar. Sigurður vann Bjarna í úrslitaglímu á Íslandsmóti 1986 en þeir félagar voru saman í milliþyngdarflokki. Fyrir Norðurlandamótið það ár sem haldið var í Elkistuna í Svíþjóð þyngdi Sigurður sig úr milliþyngd upp í yfirþyngdafl okk og vann silfur í þeim fl okki, en brons í opna fl okknum. Í sveitarkeppninni lagði hann alla sína andstæðinga með fullnaðar sigri þar á meðal, Norðurlandameistarann í þungavigt og opna fl okknum, Salonen frá Finnlandi. Fyrir þessa frammistöðu fékk hann þær fréttir að til greina kæmi að hann yrði valinn á Ólympíuleikana 1988 en staðfestingin kom ekki fyrr en í byrjun júní það ár sem var frekar seint.
Valið á Ólympíuleikana kom full seint
Sigurður sagði á sínum tíma, að þessar fréttir hefðu mátt koma fyrr, því mikill munur hefði verið að æfa frá áramótum með það í huga að hann væri að fara til Seoul í september í stað þess að byrja æfingarferlið á miðju sumri án þess svo mikið sem vera búinn að fá vilyrði fyrir styrk sem afreksmannasjóður Ólympíunefndarinnar úthlutaði. Í þessu blaðaviðtali heldur hann áfram:
„Vissulega er mikill heiður að komast á Ólympíuleikana og verður spennandi að etja kappi og fylgjast með bestu júdómönnum heims. Jafnframt því að starfa sem lögreglumaður í Grindavík æfi ég tvisvar á dag, það eru júdóæfingar á kvöldin en þrek og lyftingar í hádeginu. Þetta er að sjálfsögðu erfitt en maður lætur sig hafa það, enda til mikils að vinna. Maður setur stefnuna hátt og það þýðir lítið að kvarta, heldur bítur maður á jaxlinn og æfir af krafti,“ sagði Sigurður sem var ekki að fara á Ólympíuleikana með þá hugsun á heilanum um að hann yrði lagður að velli í fyrstu glímu enda sé þá alveg eins gott að sitja heima.
„Keppnisfyrirkomulagið er þannig, að bíði maður ósigurs í fyrstu glímu og sá sem vinnur, nær að komast í tveggja manna úrslit, þá fá þeir sem tapa fyrir gull- og silfurþegunum tækifæri að glíma um þriðja sæti. Þannig að þó maður tapi fyrstu glímu er ekki þar með sagt að þar með sé þátttöku manns lokið. Ég lít á Ólympíuleikana sem stökkpall, en júdóíþróttin er íþrótt sem gerir íþróttamanninum kleift að bæta árangur og hámarks getu langt fram eft ir aldri og mörg dæmi eru um að júdómenn sem hafa komist í toppform vel yfir fertugt. Svo ég á mikið eftir,“ segir Sigurður brosandi árið 1988.
Hvers minnist Sigurður helst frá löngum keppnisferli?
„Ólympíuleikarnir í Seoul voru ólýsanleg upplifun og sjónarspil. Það er hreint mögnuð tilfinning að ganga inn á Ólympíuleikvanginn á opnunarhátíðinni, keppa á leikunum og síðan að upplifa leikana með öllu því tilstandi sem fylgdi. Þetta er algjörlega ógleymanleg lífsreynsla sem ég hef búið að alla tíð síðan. Ég var óheppinn með dráttinn á andstæðingi, því ég dróst á móti Egypta sem var silfurverðlaunahafi frá undangenginni heimsmeistarakeppni. Ég tapaði fyrir honum en síðan tapaði hann næstu glímu þannig að ég missti af uppreisnarglímunni en svo er slíkar heiðursglímur nefndar. Í framhaldi af leikunum komst ég í feikilega gott form sem júdómaður, sérstaklega vegna æfinganna fyrir leikana og þeir urðu stökkpallur hjá mér upp á við á alþjóðavettvangi því auk þess að taka þátt í fjölda móta erlendis þá setti ég strax stefnuna á Ólympíuleikana 1992 sem áttu að vera í Barcelóna. Á milli leikanna æfðum við með tékkóslavneskum þjálfara og fórum í æfingabúðir til Tekkóslóvakíu á hverju ári þar sem við æfðum með landsliðinu þar í landi og tókum þátt í mótum,“ segir Sigurður þegar hann rifj ar upp þennan viðburðaríka tíma á hans ferli í stuttu máli.
„Á milli leikanna og eftir Barcelóna var ég í mínu besta formi og á þeim tíma vann ég allt sem hægt var að vinna hér heima auk þess að verða Norðurlandameistari nokkur skipti, vinna Skandinavíumeistaratitil, vinna sigur í tvígang á Opna skoska meistaramótinu og silfur á Opna breska meistaramótinu, sem er eitt það sterkasta í heiminum. Árið eftir Ólympíuleikana í
Seoul komst ég í fjórðungs úrslit á Evrópumeistaramótinu þannig að árangurinn af þessum miklu æfingum skilaði sér í góðum árangri víða en að sama skapi tók hann mikinn tíma,“ sagði Sigurður og bætti síðan við að Ólympíuleikarnir í Barcelóna 1992 hafi ekki verið sama upplifun eins fyrri leikarnir því um var að ræða endurtekið efni en samt auðvitað meiriháttar heiður.
„Í Barcelóna varð ég aftur óheppinn með drátt á andstæðing líkt og í Seoul. Nú var það mjög öflugur júdómaður frá Kúpu. Mér tókst að skella honum og var að ná að leggja hann þegar honum tókst að snúa stöðunni sér í hag og vinna á síðustu stundu. Það fór síðan hjá honum eins og Egyptanum. Hann tapaði næstu glímu og ég missti því tækifærið til að glíma fleiri glímur. Þessir leikar voru ekki eins magnaðir eins og þeir fyrri og má þar mest kenna um að Bandríkjamenn sendu fyrsta stjörnuleikmannaliðið sitt í körfuboltakeppnina. Stjörnufansinn og tilstandið í kringum það yfirkeyrði allt annað á leikunum meira og minna sérstaklega í fj ölmiðlum þannig að þessu var aldrei saman að jafna við Seoul,“ segir Sigurður og heldur áfram:
Aðrir grindvískir íþróttamenn eiga möguleika
„Ég hætti keppni um 1997 eftir viðburðaríkan feril og síðan ári seinna að æfa sem keppnisíþróttamaður. Ég hafði alla tíð stundað júdóið sem keppnisíþrótt og á þessum tímapunkti fannst mér ég vera búinn að fá minn skammt. Ég stunda auðvitað líkamsrækt á hverjum degi og hef gert það til að halda mér í góðu formi því annars liði mér illa frá degi til dags. Þetta er áunnin hreyfi þörf skulum við segja,“ segir hann og telur að í framtíðinni eigi eftir að koma Grindvíkingar sem eigi eft ir að feta í hans fótspor og keppa á Ólympíuleikum. „Við eigum alltaf af og til unga og efnilega stráka sem eiga raunhæfa möguleika að feta þessa leið og sé ég strax Björn Lúkas sem gífurlega mikið efni í afb urða íþróttamann en spurningin er alltaf hvernig hann sé tilbúinn að fórna sér fyrir íþróttina,“ segir Sigurður og vill að lokum benda á að Grindavíkurbær megi alveg sjá sóma sinn í að búa betur að júdóíþróttinni því ekki vantar aðstöðuna fyrir fótbolta og körfu á meðan júdóstrákarnir æfa í anddyri íþróttahússins sem er auðvitað skammarlegt.
Efni tekið úr 75 ára afmælisblaði UMFG frá árinu 2010.